Hvalveiðar Hvalveiðibáturinn Hvalur 9 siglir úr höfn á þriðjudaginn og á sama tíma kemur hvalaskoðunarbáturinn Andrea til hafnar í Reykjavík.
Hvalveiðar Hvalveiðibáturinn Hvalur 9 siglir úr höfn á þriðjudaginn og á sama tíma kemur hvalaskoðunarbáturinn Andrea til hafnar í Reykjavík. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hval­bát­arn­ir Hval­ur 8 og Hval­ur 9 héldu til leit­ar síðdeg­is í gær á miðunum suður, suðvest­ur og vest­ur af land­inu. Ráðast mun af veðri hvernig til mun tak­ast með veiðarn­ar, en ekki er unnt að stunda hval­veiðar nema í sæmi­lega lygn­um sjó sem og að dags­birtu njóti við

Hval­bát­arn­ir Hval­ur 8 og Hval­ur 9 héldu til leit­ar síðdeg­is í gær á miðunum suður, suðvest­ur og vest­ur af land­inu. Ráðast mun af veðri hvernig til mun tak­ast með veiðarn­ar, en ekki er unnt að stunda hval­veiðar nema í sæmi­lega lygn­um sjó sem og að dags­birtu njóti við.

Ætla má að sjó­lag á miðunum sé að verða hag­fellt fyr­ir veiðarn­ar, enda færu bát­arn­ir vart á miðin að öðrum kosti.

Hval­bát­arn­ir héldu úr Reykja­vík­ur­höfn síðdeg­is á þriðjudag og var ferðinni heitið upp í Hval­fjörð. Að sögn Kristjáns Lofts­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Hvals hf., var ætl­un­in að bát­arn­ir tækju þar veiðarfæri og ýms­an þann búnað um borð sem nauðsyn­leg­ur væri til veiðanna.

Sem kunnugt er komust bátarnir frá bryggju eftir að tveir mótmælendur, konurnar Anahita Babaei og Elissa Biou, komu sér fyrir í tunnum í möstrum Hvals 8 og Hvals 9 og dvöldu þar í rúman sólarhring. Vildu þær með þeim hætti mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Hefur Hvalur lagt fram kæru á hendur konunum fyrir húsbrot.