Á fyrstu áskriftartónleikum starfsárs Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 stjórnar Eva Ollikainen Íslandsfrumflutningi á verki eftir Daníel Bjarnason sem nefnist I Want To Be Alive

Á fyrstu áskriftartónleikum starfsárs Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 stjórnar Eva Ollikainen Íslandsfrumflutningi á verki eftir Daníel Bjarnason sem nefnist I Want To Be Alive. Um er að ræða fyrsta verkið í þríleik sem ber titil sem vísar í gríska goðafræði, Echo / Narcissus. Þríleikurinn er innblásinn af gervigreind og hverfist um spurningar um eðli meðvitundarinnar og lífsins. Á efnisskránni er einnig balletttónlist Stravinskíjs við Eldfuglinn, Ævintýraljóð eftir Sofiu Gubaidulinu og sellókonsert Anders Hillborgs þar sem Amalie Stalheim leikur einleik.