Prjónahátíðin „Pakhusstrik“ verður haldin tíunda árið í röð um helgina í Norðurbryggju – menningarhúsi Íslands, Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn. Ókeypis er inn en kaupa þarf miða á fyrirlestra.
Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt, en hér er meðal annars boðið upp á breitt úrval af fyrirlestrum. Á meðal þeirra verður Védís Jónsdóttir með fyrirlesturinn sinn, Lopi er lífið, þar sem hún fræðir gesti hátíðarinnar um starf sitt sem hönnuður fyrir Ístex og eiginleika íslensku ullarinnar.
Einnig verður Guðrún Bjarnadóttir frá Hespuhúsinu með fyrirlestur, en þar rekur hún 13 ára feril sinn í prjónabransanum. Á hátíðinni verður einnig að finna fjölda fyrirtækja og hönnuða sem selja uppskriftir og garn.