Óskar Reykdalsson
Óskar Reykdalsson
Heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tilkynnt skipun í embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Óskar Reykdalsson gegnir því enn embættinu. Hann segist þó ekki eiga von á öðru en að skipað verði í embættið fyrir 15

Heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tilkynnt skipun í embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Óskar Reykdalsson gegnir því enn embættinu. Hann segist þó ekki eiga von á öðru en að skipað verði í embættið fyrir 15. september.

Óskar hefur gegnt embætti forstjóra síðan árið 2019. Var hann skipaður í embættið til fimm ára en í ár óskaði hann eftir því að losna úr embætti. Í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér í júní sagði að ráðherra myndi skipa í embættið hinn 1. september. Þar sem skipunin gekk ekki eftir var Óskar beðinn að gegna embættinu í tvær vikur til viðbótar, eða til 15. september.

Viðvera forstjóra er þó takmörkuð þar sem hann er nú orðinn læknir í Hlíðunum.