Bjalla Mörg félög lækkuðu í gær.
Bjalla Mörg félög lækkuðu í gær.
Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Íslands lækkaði um 1,26% í gær. Mest lækkuðu bréf í Iceland Seafood eða um 3,57% í 21 milljónar króna viðskiptum. Gengi félagsins stóð í 3,4 krónum á hlut í lok viðskiptadagsins

Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Íslands lækkaði um 1,26% í gær. Mest lækkuðu bréf í Iceland Seafood eða um 3,57% í 21 milljónar króna viðskiptum. Gengi félagsins stóð í 3,4 krónum á hlut í lok viðskiptadagsins.

Næstmesta lækkunin á bréfum í gær var á hlutabréfum Marels en lækkunin nam 2,72% í 317 milljóna króna viðskiptum. Gengi Marels var 465 krónur á hlut í lok dags. Þriðja mesta lækkun gærdagsins var á bréfum lyfjafyrirtækisins Alvotech, eða 2,26% í 119 milljóna króna viðskiptum. Gengi Alvotech er núna 1.295 krónur hver hlutur.

Einungis þrjú félög hækkuðu í verði á markaðnum í gær en þar var um að ræða Arion banka, fjárfestingarfélagið Skel og fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn.

Arion banki hækkaði um 0,36% í 147 milljóna króna viðskiptum og er gengi bankans nú 139,5 krónur hver hlutur. Skel hækkaði um 1,54% í 51 milljónar króna viðskiptum en gengi félagsins var í lok dags 13,2 krónur hver hlutur. Sýn hækkaði svo um 0,45% í fjögurra milljóna króna viðskiptum. Er gengi félagsins nú 44,6 krónur.

Á First North-markaði kauphallarinnar hækkuðu bréf tæknifyrirtækisins Klappa Grænna lausna um 30% í 50 þúsund króna viðskiptum.