Jafnréttismál Fallist var á að brot hefði átt sér stað í þremur málum.
Jafnréttismál Fallist var á að brot hefði átt sér stað í þremur málum. — Morgunblaðið/Eggert
Alls voru 22 mál stofnuð á málaskrá kærunefndar jafnréttismála á seinasta ári en kærumálin sem nefndin fékk á árinu á undan voru 20. Þetta kemur fram í ársskýrslu nefndarinnar fyrir seinasta ár. Bent er á að af þeim úrskurðum sem voru kveðnir upp í…

Alls voru 22 mál stofnuð á málaskrá kærunefndar jafnréttismála á seinasta ári en kærumálin sem nefndin fékk á árinu á undan voru 20. Þetta kemur fram í ársskýrslu nefndarinnar fyrir seinasta ár. Bent er á að af þeim úrskurðum sem voru kveðnir upp í fyrra var fallist á brot í þremur málum af tíu sem fengu efnislega umfjöllun fyrir nefndinni.

„Í samræmi við sönnunarreglu jafnréttislaga tókst gagnaðila í þessum málum ekki að sýna fram á að aðrar ástæður hefðu legið að baki ákvörðun hans en þær sem leiddu til brots gegn ákvæðum jafnréttislaga. Í þessu felst að tæplega þriðjungur, eða 30%, af málunum leiddi til brots á jafnréttislögum sem er örlítið hærra hlutfall en á síðasta ári þegar það var 25%.“ Flest mál sem lokið var á vettvangi nefndarinnar í fyrra varða mismunun á grundvelli kyns á vinnumarkaði, eða samtals sex. „Fallist var á brot í tveimur þeirra sem vörðuðu að auki launamun og leiðréttingarkröfu, þar af varðaði annað þeirra að auki mismunun á grundvelli kynþáttar. Þá vörðuðu þrjú þessara mála mismunun á grundvelli aldurs en fallist var á brot í einu þeirra.“