Emmanuelle Béart í Cannes árið 2004.
Emmanuelle Béart í Cannes árið 2004.
Franska leikkonan Emmanuelle Béart upplýsir í nýrri heimildarmynd að hún hafi verið misnotuð kynferðislega sem barn af meðlimi fjölskyldu sinnar. Béart er meðleikstjóri myndarinnar sem nefnist Un silence si bruyant og beinir sjónum að þolendum…

Franska leikkonan Emmanuelle Béart upplýsir í nýrri heimildarmynd að hún hafi verið misnotuð kynferðislega sem barn af meðlimi fjölskyldu sinnar. Béart er meðleikstjóri myndarinnar sem nefnist Un silence si bruyant og beinir sjónum að þolendum sifjaspella. „Hreinskilni og hugrekki viðmælenda okkar hvatti mig til að segja frá minni reynslu líka,“ hefur BBC eftir Béart. Þar kemur fram að hún vilji ekki nafngreina ofbeldismann sinn, en tekur fram að það hafi ekki verið faðir hennar. Í myndinni heyrist hún segja: „Þar sem foreldrar mínir og vinir tóku ekki eftir neinu gastu gert þetta endurtekið og gerðir í fjögur ár.“ Béart segir síðan að amma hennar hafi bjargað henni. Myndin verður frumsýnd á frönsku sjónvarpsstöðinni M6 sunnudaginn 24. september.