Róska Ragnhildur Óskarsdóttir lést árið 1996.
Róska Ragnhildur Óskarsdóttir lést árið 1996. — Morgunblaðið/Einar Falur
Ný samsýning verður opnuð í Litla Gallerýi í Hafnarfirði í dag kl. 17. Það er listahópurinn Terminal X sem stendur að sýningunni en það mun vera sjálfstæður listahópur með það að markmiði að styðja við unga listamenn og gagnrýna listræna umræðu án aðgreiningar

Ný samsýning verður opnuð í Litla Gallerýi í Hafnarfirði í dag kl. 17. Það er listahópurinn Terminal X sem stendur að sýningunni en það mun vera sjálfstæður listahópur með það að markmiði að styðja við unga listamenn og gagnrýna listræna umræðu án aðgreiningar. Sýningin ber yfirskriftina Tangibility & Waves og snertir á líkamlegum hugleiðingum, sjálfbærni, kvenleika, náttúru, minni og samböndum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Sýnd verða verk eftir tíu listamenn og þar á meðal verk eftir listakonuna Rósku sem aldrei hefur verið sýnt áður, svo vitað sé. Aðrir listamenn eru Björk Viggósdóttir, Borghildur Indriðadóttir, Eygló Harðardóttir, Freyja Eilíf, Hildur Ása Henrýsdóttir, Joao Paulo Racy, Jonathan Mesee, María Sjöfn Dupui Laufeyjardóttir og Pétur Magnússon. Sýningin stendur til 17. september en boðið verður upp á listamannaspjall 9. september næstkomandi.