Flug Farþegum fjölgar milli ára.
Flug Farþegum fjölgar milli ára.
547 þúsund farþegar flugu með Icelanda­ir í ág­úst­mánuði. Iceland­a­ir hef­ur því flutt tæp­lega þrjár millj­ón­ir farþega það sem af er ári, eða 21% meira en á sama tíma­bili í fyrra. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir

547 þúsund farþegar flugu með Icelanda­ir í ág­úst­mánuði. Iceland­a­ir hef­ur því flutt tæp­lega þrjár millj­ón­ir farþega það sem af er ári, eða 21% meira en á sama tíma­bili í fyrra. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir.

Jafn­an fljúga flest­ir með fé­lag­inu yfir sum­ar­mánuðina, í júní, júlí og ág­úst. Eng­in und­an­tekn­ing var á því í ár og flugu 1,6 millj­ón­ir farþega með Icelanda­ir þessa þrjá mánuði árs­ins.

Farþegar til Íslands voru 249 þúsund, frá Íslandi 51 þúsund, tengif­arþegar voru 223 þúsund og inn­an­lands­farþegar tæp­lega 25 þúsund. Sæta­nýt­ing var 83,9% og stund­vísi 78,9%.

Þá voru seld­ir blokktím­ar í leiguflugi 18% fleiri en í fyrra og aukn­ing í tonn­kíló­metr­um í frakt­flutn­ing­um nam 43%.