Garðar Baldvinsson
Garðar Baldvinsson
Ljóðasamkeppnin Ljósberinn fór fram í ár líkt og í fyrra í tengslum við Ljósanótt. Menningarfélagið Bryggjuskáldin stendur að keppninni. Verðlaunaafhending fór fram á föstudaginn og fyrstu verðlaun hlaut Garðar Baldvinsson fyrir ljóðið „Hvolf“

Ljóðasamkeppnin Ljósberinn fór fram í ár líkt og í fyrra í tengslum við Ljósanótt. Menningarfélagið Bryggjuskáldin stendur að keppninni.

Verðlaunaafhending fór fram á föstudaginn og fyrstu verðlaun hlaut Garðar Baldvinsson fyrir ljóðið „Hvolf“. Að launum hlýtur hann yfirlestur Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur bókmenntafræðings „á ljóðum eða handriti að ljóðabók með endurgjöf og spjalli í samræmi við umfang efnis og óskir höfundar“. Í dómnefnd sátu Anton Helgi Jónsson, Gunnhildur Þórðardóttir, Ragnheiður Lárusdóttir, Guðmundur Magnússon og Helga Soffía Einarsdóttir.