Norður ♠ DG87 ♥ 932 ♦ G10 ♣ Á1054 Vestur ♠ K1064 ♥ Á1065 ♦ D ♣ G983 Austur ♠ 953 ♥ DG8 ♦ 8653 ♣ KD6 Suður ♠ Á2 ♥ K74 ♦ ÁK9742 ♣ 72 Suður spilar 3G

Norður

♠ DG87

♥ 932

♦ G10

♣ Á1054

Vestur

♠ K1064

♥ Á1065

♦ D

♣ G983

Austur

♠ 953

♥ DG8

♦ 8653

♣ KD6

Suður

♠ Á2

♥ K74

♦ ÁK9742

♣ 72

Suður spilar 3G.

„Ég hef tilhneigingu til að klína hluta af sökinni á Helgemo.“ Varnarspil frá HM-úrslitaleik Noregs og Sviss lá á kaffiborði fuglanna og sýndist sitt hverjum.

Suður fær út spaða gegn 3G, stingur upp drottningu og svínar í tígli. Vestur er inni og þarf nú að taka rétta ákvörðun. Michal Nowosadzki spilaði laufi og hnekkti geiminu, Tor Eivind Gurde skipti yfir í hjarta og gaf sagnhafa níunda slaginn.

Í fljótu bragði lítur út fyrir að sökin liggi öll hjá Grude – það var jú hann sem spilaði hjarta. En Gölturinn telur að Geir Helgemo í austur hefði átt að vera skýrari. Helgemo lét spaðaníu í fyrsta slag, sem er talning, en fylgdi svo lit með óljósi tígulfimmu þegar sagnhafi svínaði í tígli. Gölturinn vill meina að það sé dæmigerð hliðarkallsstaða og því sé nákvæmara að láta ÞRISTINN, eins og Pierre Zimmermann gerði á hinu borðinu.