— Morgunblaðið/Eggert
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hvatti nemendur Helgafellsskóla í Mosfellsbæ til að huga að líkamlegri og andlegri heilsu við setningu átaksins Göngum í skólann í gærmorgun

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hvatti nemendur Helgafellsskóla í Mosfellsbæ til að huga að líkamlegri og andlegri heilsu við setningu átaksins Göngum í skólann í gærmorgun. Átakið fer nú af stað í 17. sinn.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hvatti foreldra til að fylgja fordæmi barnanna og nota virka ferðamáta í og úr vinnu. Þá minnti Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á nauðsyn endurskinsmerkja.