Göngubrú Þetta er mögulegt útlit hins nýja mannvirkis yfir Sæbraut.
Göngubrú Þetta er mögulegt útlit hins nýja mannvirkis yfir Sæbraut. — Tölvumynd/Gláma/KÍM
Aðeins barst eitt tilboð í samsetningu og uppsetningu færanlegrar göngu- og hjólabrúar yfir Sæbraut við Snekkjuvog/Tranavog. Það var langt yfir kostnaðaráætlun eða sem nam 166 milljónum króna. Fyrr á þessu ári voru boðnar út umferðarumbætur á gatnamótum Sæbrautar/Kleppsmýrarvegar

Aðeins barst eitt tilboð í samsetningu og uppsetningu færanlegrar göngu- og hjólabrúar yfir Sæbraut við Snekkjuvog/Tranavog. Það var langt yfir kostnaðaráætlun eða sem nam 166 milljónum króna.

Fyrr á þessu ári voru boðnar út umferðarumbætur á gatnamótum Sæbrautar/Kleppsmýrarvegar. Þá barst einnig aðeins eitt tilboð og það var sömuleiðis vel yfir kostnaðaráætlun.

Tilboð í göngubrúna voru opnuð síðastliðinn þriðjudag hjá Vegagerðinni. Eina tilboðið sem barst var frá Eykt ehf. Reykjavík og og hljóðaði upp á tæpar 379 milljónir króna. Er það 78% yfir áætluðum verktakakostnaði, sem var var 212,6 milljónir. Tilboðið verður nú vegið og metið hjá Vegagerðinni.

Í lýsingu segir að verkið felist í samsetningu og uppsetningu færanlegrar göngu- og hjólabrúar yfir Reykjanesbraut (Sæbraut) milli Snekkjuvogs og Tranavogs ásamt lyftum og að verkhanna og byggja tröppur og skjólbyggingu á tröppur og brú. Verkinu tilheyra einnig ofanvatnslagnir, stíglýsing og yfirborðsfrágangur við brúarenda. Verkinu á að vera að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí 2024.

Brúnni er ætlað að auka umferðaröryggi, ekki síst fyrir skólabörn, í hinni nýju Vogabyggð við Elliðaárvog. Framkvæmdin er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. sisi@mbl.is