— Ljósmynd/Pexels/Gylfi Gylfason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Icelandair býður upp á flug frá Akureyri og þaðan út fyrir landsteinana með stuttri viðkomu í Keflavík. Á ferðatímabilinu 15. október til 30. nóvember 2023 er boðið upp á þá hentugu leið að fljúga beint út í heim frá björtustu höfuðborg norðursins, Akureyri, með millilendingu í Keflavík

Icelandair býður upp á flug frá Akureyri og þaðan út fyrir landsteinana með stuttri viðkomu í Keflavík. Á ferðatímabilinu 15. október til 30. nóvember 2023 er boðið upp á þá hentugu leið að fljúga beint út í heim frá björtustu höfuðborg norðursins, Akureyri, með millilendingu í Keflavík. Tímasetningar flugsins henta sérstaklega vel fyrir flug til Evrópu eða Norður-Ameríku en flugið á milli Akureyrar og Keflavíkur er eingöngu í boði sem partur af millilandaflugi Icelandair fyrir lengri ferðalög til annarra landa, en ekki sem hefðbundið innanlandsflug á milli Akureyrar og Keflavíkur. Vert er að taka fram að þar sem flug frá Akureyri til erlendra áfangastaða með viðkomu í Keflavík flokkast sem millilandaflug á loftbrúarafsláttur ekki við.

Flogið verður þrisvar í viku á milli áfangastaðanna tveggja, Akureyrar og Keflavíkur, á fyrrnefndu ferðatímabili. Frá Akureyri til Keflavíkur er um hentugt morgunflug að ræða en vélin fer í loftið frá Akureyri kl. 05:50 alla mánudaga, fimmtudaga og laugardaga og er áætlaður flugtími einungis 50 mínútur.

Frá Keflavík til Akureyrar eru áætlaðar flugferðir á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Þá daga er um seinniparts- og kvöldflug að ræða. Á miðvikudögum er áætluð brottför kl. 21:20 en á föstudögum og sunnudögum kl. 17:15.

Aðra daga er hægt að ná samdægurs-tengingu í gegnum Reykjavíkurflugvöll en í þeim tilvikum þarf að ferðast á milli Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvallar á eigin vegum.

Farangurinn fluttur alla leið

Allur innritaður farangur verður innritaður á brottfararflugvelli og fluttur áfram í næsta Icelandair-flug í Keflavík. Farþegar þurfa því ekki að sækja farangur sinn á Keflavíkurflugvelli áður en haldið er út fyrir landsteinana. Farþegar þurfa því engar áhyggjur að hafa af farangri sínum. Um leið og hann hefur verið innritaður einu sinni við brottför fylgir hann alla leið. Til dæmis ef farþegi flýgur frá Akureyri til Amsterdam, þá innritar hann farangur sinn á Akureyri og sækir hann á farangursbeltið í Amsterdam. Einfalt, traust og þægilegt!

Öryggisleit og toll- og vegabréfaskoðun

Farþegar í millilandaflugi á milli Akureyrar og Keflavíkur fara aðeins einu sinni í gegnum öryggisleit meðan á ferðalaginu stendur. Farþegar sem millilenda í Keflavík fara einungis í gegnum öryggisleit á viðkomandi brottfararflugvelli. Þeir farþegar sem fljúga frá Akureyri til Evrópu, með stuttri viðkomu í Keflavík, fara því í gegnum öryggisleit á Akureyrarflugvelli og þurfa ekki að fara aftur í öryggisleit á Keflavíkurflugvelli.

Það sama er hægt að segja um toll- og vegabréfaskoðun. Ef flogið er í Evrópuflugi frá Akureyri er óþarft að fara í toll- og vegabréfaskoðun. En vert er að hafa í huga að ef um flug til Bretlands eða Írlands er að ræða frá Akureyri er nauðsynlegt að fara í gegnum öryggisleit á Akureyrarflugvelli. Toll- og vegabréfaskoðun fer fram við landamærin á Keflavíkurflugvelli.

Raskanir, réttindi og skyldur

Ef til þess kemur að farþegar missi af tengifluginu í Keflavík býður Icelandair þeim upp á annað flug við fyrsta mögulega tækifæri. Farþegar eiga rétt á allri þeirri þjónustu sem Icelandair sér fyrir og geta átt rétt á bótum í þeim tilfellum sem eru ekki talin óvenjuleg eða ef um óviðráðanlegar aðstæður er að ræða.

Gildandi verklagsreglur um raskanir á tengiflugi á milli Akureyrar og Evrópu eða Norður-Ameríku í gegnum Keflavík eru þær sömu og í öllu öðru millilandaflugi. Ef til þess kemur að röskun verður á leiðakerfi Icelandair er farþegum boðið að breyta dagsetningum á flugi sínu, sér að kostnaðarlausu, en farþegum er gert að sjá sjálfir um gistingu og aðrar bókanir sem þeir áður höfðu gert.

Njóttu þess að stytta þér leið á framandi slóðir. Tryggðu þér besta sætið út í heim með Icelandair frá Akureyri, með millilendingu í Keflavík, strax í dag.

Skannaðu kóðann og bókaðu besta sætið með Icelandair til Evrópu eða Norður-Ameríku frá Akureyri.