Hér og þar II nefnist sýning á vegum Listasafnsins á Akureyri sem opnuð verður á Heilsuvernd hjúkrunarheimili, Hlíð, í dag kl. 14. Við opnun mun starfsfólk Listasafnsins segja frá sýningunni, verkunum og listamönnunum

Hér og þar II nefnist sýning á vegum Listasafnsins á Akureyri sem opnuð verður á Heilsuvernd hjúkrunarheimili, Hlíð, í dag kl. 14. Við opnun mun starfsfólk Listasafnsins segja frá sýningunni, verkunum og listamönnunum. Sýnd eru verk eftir Einar Helgason, Guðmund Ármann Sigurjónsson, Lilý Erlu Adamsdóttur og Tryggva Ólafsson, en öll hafa þau unnið með náttúru og mannlíf á einn eða annan hátt í verkum sínum. Samkvæmt upplýsingum frá safninu er sýningunni ætlað að „viðhalda menningarlegri tengingu íbúa Hlíðar við myndlistarsögu bæjarins og vekja upp minningar og samræðugrundvöll um myndlist og samfélagið. Samstarf við ólíka hópa er stækkandi þáttur í starfsemi Listasafnsins á Akureyri og sífellt er leitað leiða til að útvíkka starfsemina og gera safneignina aðgengilega öllum aldurshópum.“