Frægur Flygillinn sem Mercury notaði til að semja „Bohemian Rhapsody“.
Frægur Flygillinn sem Mercury notaði til að semja „Bohemian Rhapsody“. — AFP/Daniel Leal
Smábyggður Yamaha-flygill, sem áður var í eigu Freddies Mercury forsprakka Queen, seldist fyrir 1,7 milljónir sterlingspunda á uppboð hjá Sotheby's í vikunni, en það samsvarar tæpum 286 milljónum íslenskra króna

Smábyggður Yamaha-flygill, sem áður var í eigu Freddies Mercury forsprakka Queen, seldist fyrir 1,7 milljónir sterlingspunda á uppboð hjá Sotheby's í vikunni, en það samsvarar tæpum 286 milljónum íslenskra króna.

Samkvæmt upplýsingum frá uppboðshúsinu var söluverðið ögn lægra en búist hafði verið við, en engu að síður metverð fyrir píanó tónskálds. Mercury samdi hið víðfræga lag „Bohemian Rhapsody“ á umræddan flygli. Handskrifaður texti lagsins var seldur fyrir 1,38 milljónir punda. Samkvæmt frétt BBC hafa og verða seldir alls 1.500 munir Mercurys úr eigu Mary Austin, bestu vinkonu tónlistarmannsins sáluga, á alls sex uppboðum.