Flugfélög Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir tekjur hafa aukist á hvern farþega og að félagið muni einbeita sér að því að lækka kostnaðargrunn.
Flugfélög Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir tekjur hafa aukist á hvern farþega og að félagið muni einbeita sér að því að lækka kostnaðargrunn. — Morgunblaðið/Eggert
Flugfélagið Play gerir ekki ráð fyrir rekstrarhagnaði á þessu ári eins og félagið hafði áður spáð. Það má meðal annars rekja til þess að verð á flugvélaeldsneyti hefur hækkað um fjórðung frá öðrum ársfjórðungi auk þess sem aðrir kostnaðarliðir hafa hækkað vegna verðbólgu

Flugfélagið Play gerir ekki ráð fyrir rekstrarhagnaði á þessu ári eins og félagið hafði áður spáð. Það má meðal annars rekja til þess að verð á flugvélaeldsneyti hefur hækkað um fjórðung frá öðrum ársfjórðungi auk þess sem aðrir kostnaðarliðir hafa hækkað vegna verðbólgu.

Þetta kemur fram í flutningatölum sem félagið sendi frá sér í gær. Þar kemur fram að rekstrarafkoma Play á þessum ársfjórðungi hafi verið góð og reksturinn á þessu ári í samræmi við áætlanir stjórnenda félagsins.

Play flutti um 185 þúsund farþega í ágúst, sem er 70% aukning á milli ára. Þá var sætanýting félagsins 89%. Meginþorri farþega var tengifarþegar, eða um 43%, 22% farþega flugu frá Íslandi og 35% til Íslands. Þá kemur fram að hliðartekjur félagsins hafa aukist um 33% á milli ára, sem er eins og Morgunblaðið hefur áður fjallað um nokkuð sem stjórnendur félagsins hafa lagt áherslu á. Þá kemur fram að Play hafi skrifað undir viljayfirlýsingu sem tryggir félaginu tvær nýjar Airbus A320neo-vélar fyrir næsta sumar.