Norður ♠ KG8762 ♥ K43 ♦ 3 ♣ ÁG6 Vestur ♠ 943 ♥ D108762 ♦ 84 ♣ 32 Austur ♠ 5 ♥ 95 ♦ DG9765 ♣ D954 Suður ♠ ÁD10 ♥ ÁG ♦ ÁK102 ♣ K1087 Suður spilar 7G

Norður

♠ KG8762

♥ K43

♦ 3

♣ ÁG6

Vestur

♠ 943

♥ D108762

♦ 84

♣ 32

Austur

♠ 5

♥ 95

♦ DG9765

♣ D954

Suður

♠ ÁD10

♥ ÁG

♦ ÁK102

♣ K1087

Suður spilar 7G.

Alslemma var sögð á báðum borðum í HM-úrslitaleik Sviss og Noregs. Jacek Kalita átti náðuga daga í 7♠ – tók 13. slaginn með hjartatrompun. En Boye Brogeland gat ekkert trompað – hann var í 7G og varð að finna úrslitalaginn eftir öðrum leiðum. Boye fékk út spaða.

„Þetta er hárreisandi spil.“ Magnús mörgæs var fullur hluttekningar. „Það má svína í laufinu á báða vegu, svína hjartagosa eða spila upp á einhvers konar þvingun. Ekkert er öruggt og á endanum þarf að sagnhafi að giska.“

Boye stóð sig vel. Hann tók sex slagi á spaða og austur henti þremur tíglum, hjarta og laufi, en vestur þremur hjörtum. Heima henti Boye fyrst laufi, svo tígli og loks tígultíu. Svo komu tveir efstu í hjarta og lokastaðan samanstóð af ♣ÁG6 í borði og ♣K108 heima. Boye spilaði laufi á ÁS, svo gosa úr borði og svínaði.

Hjúkk!