Þessa dagana fer Euroskills, Evrópumót iðn-, verk- og tæknigreina, fram í Gdańsk í Póllandi en mótið fer að jafnaði fram annað hvert ár og hefur Ísland átt fulltrúa í keppninni frá árinu 2007 en aldrei jafn marga og í ár, eða 11 talsins

Þessa dagana fer Euroskills, Evrópumót iðn-, verk- og tæknigreina, fram í Gdańsk í Póllandi en mótið fer að jafnaði fram annað hvert ár og hefur Ísland átt fulltrúa í keppninni frá árinu 2007 en aldrei jafn marga og í ár, eða 11 talsins. Euroskills var sett með pompi og prakt á opnunarhátíð á þriðjudaginn en keppninni lýkur svo með lokaathöfn og verðlaunaafhendingu á morgun. Hægt er að fylgjast með keppendum bæði á Instagram og Facebook en nánari upplýsingar má sjá inni á K100.is.