Guðmundur Árni Stefánsson
Guðmundur Árni Stefánsson
„Nú eru tvö ár í reglulegar kosningar til Alþingis, þannig að það er allt of snemmt að fara að lýsa yfir framboði, en á hinn bóginn er ég til í öll þau verk sem flokkurinn felur mér. Ef það þýðir að ég fari í framboð, þá geri ég það

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Nú eru tvö ár í reglulegar kosningar til Alþingis, þannig að það er allt of snemmt að fara að lýsa yfir framboði, en á hinn bóginn er ég til í öll þau verk sem flokkurinn felur mér. Ef það þýðir að ég fari í framboð, þá geri ég það. Ég legg jafnaðarstefnunni allt það lið sem ég get,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar í samtali við Morgunblaðið.

Guðmundur var spurður hvort hann hygðist gefa kost á sér í Kraganum í næstu alþingiskosningum en hann er margreyndur í stjórnmálum, hefur gegnt bæði þingmennsku og ráðherradómi og hefur boðið sig fram til Alþingis sex sinnum alls.

„Þetta er ekki nýtt fyrir mér,“ segir hann.

Guðmundur bætir við að hann brenni fyrir þeim verkefnum sem Samfylkingin leggur höfuðáherslu á og vill styðja og styrkja formanninn og flokkinn.

„Og ef það kallar á framboð, þá fer ég í það. Ég hef gert það áður og geri það aftur ef því er að skipta. Þetta er þó engin framboðsyfirlýsing, enda allt of snemmt að lýsa slíku yfir, en ég segi það einfaldlega að ég er varaformaður flokksins og legg mig þar allan fram. Ef það kallar á framboð til þings, þá verð ég með í því.“