Hneyksli Amanda Seyfried leikur Holmes.
Hneyksli Amanda Seyfried leikur Holmes.
Ég hef lengi haft dálæti á þáttum og kvikmyndum sem byggja á raunverulegum atburðum. Þá sérstaklega þegar verið er að taka fyrir sannsögulega atburði sem tengjast viðskiptalífinu á einhvern hátt. Ég horfði um daginn á þættina The Dropout en þá má nálgast á streymisveitunni Disney plús

Magdalena Anna Torfadóttir

Ég hef lengi haft dálæti á þáttum og kvikmyndum sem byggja á raunverulegum atburðum. Þá sérstaklega þegar verið er að taka fyrir sannsögulega atburði sem tengjast viðskiptalífinu á einhvern hátt. Ég horfði um daginn á þættina The Dropout en þá má nálgast á streymisveitunni Disney plús. Þættirnir fjalla um eitt helsta hneyksli sem átt hefur sér stað í viðskiptaheiminum í seinni tíð, kennt við Theranos.

Theranos var nýsköpunarfyrirtæki í heilbrigðisgeiranum sem hafði það markmið að þróa búnað sem gat greint hina ýmsu sjúkdóma og kvilla hjá einstaklingum með aðeins einum dropa af blóði. Elizabeth Holmes stofnandi fyrirtækisins hætti í háskóla til þess eins að stofna fyrirtækið. Þegar hún kynnti hugmyndir sínar höfðu ýmsir vísindamenn efasemdir en henni tókst engu að síður að blekkja marga fjárfesta og fjölmiðlamenn en sumir blaðamenn lýstu henni sem næsta Steve Jobs. Hún á nú yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir blekkingar sínar.

Þættirnir eru í senn spennandi og áhugaverðir og draga upp skýra mynd af atburðarásinni. Nánast allar persónurnar í myndinni eru til í alvörunni og atburðir sannir.