Töggur Ava DuVernay í Feneyjum.
Töggur Ava DuVernay í Feneyjum. — AFP/Gabriel Bouys
„Ég hef verið lött frá því að sækja um á þessa hátíð með myndir mínar með þeim orðum að ég myndi ekki komast að,“ sagði bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Ava DuVernay á blaðamannafundi á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem hún frumsýndi mynd sína…

„Ég hef verið lött frá því að sækja um á þessa hátíð með myndir mínar með þeim orðum að ég myndi ekki komast að,“ sagði bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Ava DuVernay á blaðamannafundi á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem hún frumsýndi mynd sína Origin sem keppir um Gullljónið í Feneyjum í ár.

Í frétt Variety um málið er á það bent að DuVernay sé að skrifa söguna í Feneyjum því hún er fyrsti þeldökki kvenkyns leikstjórinn sem keppir um Gullljónið í Feneyjum í 80 ára sögu hátíðarinnar. Myndin Origin, sem DuVernay bæði leikstýrir og skrifaði handritið að, byggist á lífi og starfi Pulitzer-verðlaunahafans Isabel Wilkerson og skartar leikurum á borð við Aunjanue Ellis, Jon Bernthal, Veru Farmiga og Audru McDonald. „Okkur í hópi þeldökks kvikmyndagerðarfólks er sagt að fólk í öðrum heimshlutum sem elskar kvikmyndir hafi engan áhuga á sögunum sem við erum að segja. Af þeim sökum sé ekki hægt að sýna myndir okkar á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, enginn muni mæta til að sjá þær,“ sagði DuVernay.