Leikvangurinn Stade de Luxembourg skartaði sínu fegursta í gær þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins voru þar á ferð.
Leikvangurinn Stade de Luxembourg skartaði sínu fegursta í gær þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins voru þar á ferð. — Ljósmynd/Alex Nicodim
Viðureign Lúxemborgar og Íslands í undankeppni EM karla í fótbolta fer fram í kvöld á nýjum og glæsilegum þjóðarleikvangi, Stade de Luxembourg. Aðeins tvö ár eru síðan hann var tekinn í notkun en leikvangurinn rúmar 9.385 áhorfendur í sæti og bygging hans kostaði um ellefu milljarða íslenskra króna

Viðureign Lúxemborgar og Íslands í undankeppni EM karla í fótbolta fer fram í kvöld á nýjum og glæsilegum þjóðarleikvangi, Stade de Luxembourg. Aðeins tvö ár eru síðan hann var tekinn í notkun en leikvangurinn rúmar 9.385 áhorfendur í sæti og bygging hans kostaði um ellefu milljarða íslenskra króna.

Stade de Luxembourg er einn þeirra valla sem áhugamenn um byggingu nýs þjóðarleikvangs hér á landi hafa rennt hýrum augum til, enda af þeirri stærð sem myndi henta vel fyrir íslenskar aðstæður.

Uppselt er á leikinn í kvöld og búist við mikilli stemningu, enda hefur lið Lúxemborgar sjaldan átt jafngóðu gengi að fagna og nú. Liðið er með sjö stig eftir fjóra leiki í undankeppninni en liðið vann Bosníu og gerði jafntefli við Slóvakíu, ásamt því að sigra Liechtenstein. Bæði Bosnía og Slóvakía sigruðu Ísland fyrr á þessu ári.