Mark Marcus Thuram fagnar marki sínu ásamt Kylian Mbappé.
Mark Marcus Thuram fagnar marki sínu ásamt Kylian Mbappé. — AFP/Miguel Medina
Frakkar eru komnir á afar þægilega siglingu í undankeppni EM karla í fótbolta eftir sigur á Írum á Parc des Princes í París í gærkvöld, 2:0. Þeir hafa unnið alla fimm leiki sína í B-riðli og eiga aðeins þrjá eftir

Frakkar eru komnir á afar þægilega siglingu í undankeppni EM karla í fótbolta eftir sigur á Írum á Parc des Princes í París í gærkvöld, 2:0. Þeir hafa unnið alla fimm leiki sína í B-riðli og eiga aðeins þrjá eftir. Aurelien Tchouameni og Marcus Thuram skoruðu mörkin.

Í sama riðli unnu Hollendingar öruggan sigur á Grikkjum, 3:0, þar sem Marten De Roon, Cody Gakpo og Wout Weghorst skoruðu mörkin í fyrri hálfleik.