Glerárkirkja.
Glerárkirkja. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
AKUREYRARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Foreldramessa kl. 17. Ljósmæðurnar Kristín Hólm Reynisdóttir og Tinna Jónsdóttir flytja hugleiðingu sem ber heitið Ertu ekki alltaf…

AKUREYRARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Foreldramessa kl. 17. Ljósmæðurnar Kristín Hólm Reynisdóttir og Tinna Jónsdóttir flytja hugleiðingu sem ber heitið Ertu ekki alltaf að taka á móti? Margrét Rún Karlsdóttir flytur hugleiðingu sem ber heitið Það vex sem að er hlúð. Tónlist er í höndum Eyþórs Inga Jónssonar og Önnu Skagfjörð. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Kvöldverður í Safnaðarheimili að lokinni messu.

ÁRBÆJARKIRKJA | Upphafi vetrastarfs fagnað með fjölskylduguðsþjónustu sunnudag kl. 11. Barnastarf vetrarins kynnt. Nýtt sunnudagaskólaefni, brúðuleikhús og söngur. Brúðurnar Mýsla og Rebbi verða á sínum stað í brúðuleikhúsinu. Umsjón sr. Þór Hauksson, Ingunn Björk Jónsdóttir djákni, Andrea Anna Arnardóttir, Sigurður Óli Karlsson og Thelma Rós Arnardóttir. Bjarmi Hreinsson leikur á flygilinn.

ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Emma Eyþórsdóttir og Þorsteinn Jónsson leiða samverustund sunnudagaskólans. Séra Hjalti Jón Sverrisson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Hressing í Ási eftir messu.

BESSASTAÐASÓKN | Guðsþjónusta kl. 11. Fermingarbörn vorsins 2024 og foreldrar sérstaklega boðin velkomin. Álftaneskórinn, Ástvaldur organisti, Vilborg Ólöf djákni og sr. Hans Guðberg. Á sama tíma er sunnudagaskólinn á sínum stað í Brekkuskógum 1. Umsjón með honum hafa Eva Lín, Þórdís Ólöf, Þórey María og Þórarinn. Lionskonur bjóða upp á léttar veitingar í Brekkuskógum.

BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Guðsþjónusta kl. 13. Sveinn Arnar Sæmundsson er organisti og kórstjóri Kirkjukórs Reynivallaprestakalls sem leiðir sálmasöng. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega hvött til að mæta. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Breiðholtskirkju syngur. Organisti er Örn Magnússon. Messukaffi eftir stundina.

BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 13 tileinkuð Alþjóða forvarnardegi sjálfsvíga og Gulum september. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuhópi. Fulltrúi frá Píeta kynnir starfsemi samtakanna. Jónas Þórir og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju flytja tónlist og leiða söng. Barnamessa kl. 11. Umsjón: Daníel, Hilda, Jónas Þórir og sr. María.

DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Alfreð Örn Finnsson þjónar, Gróa Hreinsdóttir er organisti og leiðir safnaðarsönginn. Íþrótta- og sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hafa þær Ásdís og Sara.Súpa í safnaðarsal eftir stundirnar.

DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Barn verður borið til skírnar.

FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 17. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Eftir stundina verður kirkjugestum boðið upp á heitan kvöldmat í safnaðarheimilinu.

FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson prestur Fríkirkjunnar leiðir stundina. Gítarleikarinn Örn Arnarson leiðir tónlistina. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta.

GARÐAKIRKJA | Kyrrðarstund í tilefni af alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga kl. 20. Fundarstjóri er Tómas Kristjánsson, Una Torfadóttir sér um tónlistina, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytjur hugvekju og Kristján Hafþórsson innlegg aðstandanda. Kveikt á kertum til minningar um látna ástvini í lok stundar. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september. Tilgangur hans er að: 1) Vinna saman að forvörnum sjálfsvíga. 2) Minnast þeirra sem dáið hafa í sjálfsvígi. 3) Sýna aðstandendum samkennd og stuðning.

GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Fermingarbörn vorsins 2024 í Folda-og Rimaskóla og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega boðin velkomin. Fyrsta Vörðumessa vetrarins verður kl. 13 í Kirkjuselinu í Spöng.

GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 sunnudag er tileinkuð Alþjóðaforvarnardegi sjálfsvíga og Gulum september. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuhópi. Fjallað verður um Gulan september og á hvern hátt við getum hlúð hvert að öðru. Ásta Haraldsdóttir og Kirkjukór Grensáskirkju flytja tónlist og leiða söfnuðinn í almennum söng.

GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta kl. 14 í hátíðarsal. Prestur er Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur. Félagar úr Grundarkórnum leiða söng og organisti er Kristín Waage.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Messa sunnudag kl. 11. Sr. Leifur Ragnar Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Arnhildur Valgarðsdóttir er organisti og Kór Guðríðarkirkju leiðir söng. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Orðið, félag um útbreiðslu Guðs orðs, kemur og afhendir öllum fermingarbörnum Nýja testamentið. Sunnudagaskólinn verður einnig á sínum stað. Kaffisopi og djús eftir stundirnar.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11 með þátttöku fermingarbarna. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur æskulýðsfulltrúa. Organisti er Kári Þormar. Fermingarbörn bjóða upp á kókoskúlur með kaffinu á eftir. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma.

HALLGRÍMSKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Steinar Logi Helgason. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja. Messuþjónar aðstoða. Barnastarfið er í umsjá Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur, Alvildu Eyvarar Elmarsdóttur og Erlends Snæs Erlendssonar.

HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Kaffi og með því á eftir.

HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 13. Sr. Alfreð Örn Finnsson þjónar fyrir altari og prédikar. Gróa Hreinsdóttir er organisti. Félagar úr kórnum Vinum Digraneskirkju leiða safnaðarsönginn. Kaffisopi eftir messu.

KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudagskvöld kl. 20. Kvöldmessa er helguð viðfangsefni Alþjóðadags sjálfsvígsforvarna. Jónína Guðbjörg Jónsdóttir deilir reynslu sinni. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir og sr. Fritz Már Jörgensson þjóna.

KIRKJA HEYRNARLAUSRA | Messa í Grensáskirkju 10. september kl. 14. Táknmálskórinn syngur undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Kaffi eftir messu.

KIRKJUSELIÐ í Spöng | Fyrsta Vörðumessa vetarins verður kl. 13. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Vox Populi leiðir söng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir.

KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson leiðir stundina ásamt leiðtogum sunnudagaskólans. Börn úr skólakór Kársness syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur. Hoppukastali og grillaðar pylsur við safnaðarheimilið Borgir á eftir.

LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sara Grímsdóttir leiðir sunnudagaskólann. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir og Guðbjörg Jóhannesdóttir prestar þjóna, félagar úr Fílharmóníu syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Léttur hádegisverður að messu lokinni. Fermingarbörn vetrarins og forráðamenn eru sérstaklega boðuð til messu.

LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Edda Björgvins flytur hugvekju í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna. Kammerkórinn Aurora syngur, stjórnandi er Sigríður Soffía Hafliðadóttir. Prestur er Hjalti Jón Sverrisson og organisti er Elísabet Þórðardóttir. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað. Samfélag í safnaðarheimili kirkjunnar eftir stundina.

LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.

MOSFELLSPRESTAKALL | Fjölskylduguðsþjónusta í Lágafellskirkju - upphaf barnastarfsins kl. 13. Umsjón: Sr. Henning Emil, Guðlaug Helga, Valgerður og barnakórinn. Við kynnnum einnig nýja tónlistarstjórann okkar, Árna Heiðar Karlsson, til leiks. Í lokin verður hressing í skrúðhúsi.

MÖRK KAPELLA | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta klukkan 16 í kapellunni Mörk. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og sr. Kristján Valur Ingólfsson þjónar fyrir altari. Félagar úr Markarkórnum leiða söng og organisti er Kristín Waage.

NESKIRKJA | Messa og barnastarf sunnudag kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Barnastarfið er í höndum Ara, Kristrúnar, Kristrúnar Lilju og Nönnu. Prestur er Skúli S. Ólafsson.

NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Kvöldmessa nk. sunnudag kl. 20. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson leiðir stundina. Um tónlistina sér Rafn Hlíðkvist organisti og hefur sér til halds og trausts Írisi Eysteinsdóttur söngkonu.

ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Fjölskyldumessa sunnudag kl. 14. Við verðum með hoppukastala fyrir börnin og bjóðum upp á pylsur og venjulegt meðlæti. Séra Pétur þjónar fyrir altari og Matthías stýrir gospelkórnum.

SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Óli og Tómas leiða samveruna. Guðsþjónusta kl. 13. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson.

SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Keltar. Þorvaldur Friðriksson, fyrrverandi fréttamaður, talar. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Hilmar Örn Agnarsson er organisti. Söngfjélagið sér um söng. Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu. Sunnudagaskóli kl. 13. Veitingar. Á miðvikudag eru foreldramorgnar kl. 10-12, morgunkaffi kl. 9-11 þar sem samræður um þjóðfélagsmál fara fram og kyrrðarstund kl. 12. Léttur hádegisverður.

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Gul messa í tilefni alþjóðlegs forvarnardags sjálfsvíga 10. september kl. 11. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Jón Bjarnason.

STRANDARKIRKJA | Uppskeruguðsþjónusta kl. 14. Félagar í Kór Þorlákskirkju leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir þjónar.

ÚTSKÁLAKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20 með fjölbreyttri og líflegri tónlist í umsjá Keiths Reed og félaga úr kirkjukórnum. Hugvekja og bæn. Upphaf vetrarstarfsins.

VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10. Ingibjörg Hrönn og Trausti stjórna. Messukaffi og leikur eftir samveruna. Sunnudagaskóli í safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 11. Jóna Þórdís og Trausti stjórna. Messukaffi og litir eftir samveruna. Gospelgleði sem markar upphaf fermingarstarfsins kl. 11. Sr. Jóna Hrönn og sr. Matthildur þjóna. Gospelkór Jóns Vídalíns syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. Fundur með foreldrum og fermingarbörnum 2024 á eftir. Léttar veitingar eftir athöfn.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Kyrrðar- og samverustund sunnudag kl. 17 á alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni flytur hugleiðingu og Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður og Sveinn Arnar Sæmundsson organisti sjá um tónlistarflutning. Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur leiðir stundina.

ÞINGVALLAKIRKJA | Gul messa í tilefni forvarnardags sjálfsvíga í Þingvallakirkju sunnudag kl. 14. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir þjónar. Organisti er Jón Bjarnason.