— Morgunblaðið/Eggert
„Þetta er hán sem býður okkur velkomin í búðina. Myndin heldur svo áfram inn í búðina en þar verður sería af myndum sem tengjast allar,“ segir Einar Örn Benediktsson, Sykurmoli með meiru, um nýtt listaverk sitt á Smekkleysubúðinni á Hverfisgötu 32

Þetta er hán sem býður okkur velkomin í búðina. Myndin heldur svo áfram inn í búðina en þar verður sería af myndum sem tengjast allar, segir Einar Örn Benediktsson, Sykurmoli með meiru, um nýtt listaverk sitt á Smekkleysubúðinni á Hverfisgötu 32. Plötubúðin hefur nú verið færð á neðri hæð húsnæðisins en á þeirri efri verður brátt opnað kaffihús. Við köllum það Vínilkaffi. Það verður Hjartatorgsmegin en innangengt verður á milli, segir Einar og bætir við að ætlunin sé að vera með viðburði þar til að lífga upp á mannlífið.