„Það sem mér virðist er að þarna sé feikilega merkilegt erfðafyrirbæri á ferðinni. Þetta er örugglega stökkbreyting í litaerfðavísi,“ segir Jón Viðar Jónmundsson landbúnaðarfræðingur í samtali við Morgunblaðið en tveir áður óþekktir sauðalitir hafa fundist hér á landi

„Það sem mér virðist er að þarna sé feikilega merkilegt erfðafyrirbæri á ferðinni. Þetta er örugglega stökkbreyting í litaerfðavísi,“ segir Jón Viðar Jónmundsson landbúnaðarfræðingur í samtali við Morgunblaðið en tveir áður óþekktir sauðalitir hafa fundist hér á landi.

„Ég hef reynt að kynna þetta fyrir öllum þeim erfðafræðingum hér á landi sem eitthvað þekkja til litaerfða. Þeir kannast ekki við nokkrar hliðstæður við þetta. Menn hafa ekki áður séð svona hegðun í erfðavísum,“ segir Jón einnig.

Hrúturinn Úlfur sem sést á meðfylgjandi mynd var úlfgrár að lit. Þar með er ekki öll sagan sögð því að einnig kom hvítt lamb undan dökkum foreldrum. » 16