[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það eru andstæður í myndunum sem teknar voru á Húsavík með stuttu millibili í vikunni, sú til hægri í gærmorgun. Grænir litir sumarsins umvefja ferðamennina á fyrri myndinni en með haustinu fækkar á tjaldsvæði bæjarins þótt enn sé þar einstaka tjald

Það eru andstæður í myndunum sem teknar voru á Húsavík með stuttu millibili í vikunni, sú til hægri í gærmorgun. Grænir litir sumarsins umvefja ferðamennina á fyrri myndinni en með haustinu fækkar á tjaldsvæði bæjarins þótt enn sé þar einstaka tjald. Allar árstíðir eiga sinn tíma og á haustin er gengið frá eftir sumarið og veturinn undirbúinn, tekin fram stígvél og hlý peysa og farið í hressandi göngu. Svo er hægt að kveikja á kertum þegar heim er komið og njóta stemningarinnar.