Söngvari Whittaker söng á skemmtistaðnum Broadway árið 2000.
Söngvari Whittaker söng á skemmtistaðnum Broadway árið 2000. — Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Breski dægurlagasöngvarinn og lagasmiðurinn Roger Whittaker er látinn, 87 ára. Hann sló í gegn með lögum á borð við „Durham Town“, „The Last Farewell“, „New World in the Morning“ og útgáfu sína af „Wind Beneath My Wings“ frá 1982

Breski dægurlagasöngvarinn og lagasmiðurinn Roger Whittaker er látinn, 87 ára. Hann sló í gegn með lögum á borð við „Durham Town“, „The Last Farewell“, „New World in the Morning“ og útgáfu sína af „Wind Beneath My Wings“ frá 1982.

Í frétt The Guardian kemur fram að Whittaker hafi í heild selt hátt í 50 milljónir platna á heimsvísu frá því hann byrjaði að semja lög og koma fram í velskum þjóðlagaklúbbum sumarið 1962, þá 26 ára. Hann vakti fyrst athygli þegar hann kom fram í sjónvarpsþættinum This and That á Norður-Írlandi.

Whittaker var einstaklega góður í að flauta og óvenjulegt lag hans, „Mexican Whistler“, náði toppi vinsældalista í þremur löndum í Evrópu. Lag hans „Durham Town (The Leavin')“ náði síðan miklum vinsældum í Bretlandi og komst á topp-20-listann þar í landi.