Breski dægurlagasöngvarinn og lagasmiðurinn Roger Whittaker er látinn, 87 ára. Hann sló í gegn með lögum á borð við „Durham Town“, „The Last Farewell“, „New World in the Morning“ og útgáfu sína af „Wind Beneath My Wings“ frá 1982.
Í frétt The Guardian kemur fram að Whittaker hafi í heild selt hátt í 50 milljónir platna á heimsvísu frá því hann byrjaði að semja lög og koma fram í velskum þjóðlagaklúbbum sumarið 1962, þá 26 ára. Hann vakti fyrst athygli þegar hann kom fram í sjónvarpsþættinum This and That á Norður-Írlandi.
Whittaker var einstaklega góður í að flauta og óvenjulegt lag hans, „Mexican Whistler“, náði toppi vinsældalista í þremur löndum í Evrópu. Lag hans „Durham Town (The Leavin')“ náði síðan miklum vinsældum í Bretlandi og komst á topp-20-listann þar í landi.