Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, vill losna frá bandaríska félaginu Gotham en hún staðfesti það við Morgunblaðið fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær og sagði að viðræður við önnur félög væru í gangi
Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, vill losna frá bandaríska félaginu Gotham en hún staðfesti það við Morgunblaðið fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær og sagði að viðræður við önnur félög væru í gangi. Svava hefur fengið fá tækifæri með liðinu á tímabilinu, aðeins leikið fimm af 19 deildarleikjum þess, en sagði að staða sín væri flókin því hún væri samningsbundin félaginu til ársloka 2024.