Hringbraut Mikið hefur áunnist á einu ári í uppsteypu á meðferðarkjarnanum í Nýja Landspítalanum. Fyrri myndin var tekin í september 2022 og hin síðari ári síðar eða fyrr í þessum mánuði.
Hringbraut Mikið hefur áunnist á einu ári í uppsteypu á meðferðarkjarnanum í Nýja Landspítalanum. Fyrri myndin var tekin í september 2022 og hin síðari ári síðar eða fyrr í þessum mánuði.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Uppsteypa meðferðarkjarna hefur gengið vel upp á síðkastið að sögn Árna Kristjánssonar staðarverkfræðings Nýs Landspítala. „Uppsteypa meðferðarkjarna er á lokametrunum, þar sem unnið er við uppsteypu á millibyggingum og á síðustu hæð stanga 4 og 5

Uppsteypa meðferðarkjarna hefur gengið vel upp á síðkastið að sögn Árna Kristjánssonar staðarverkfræðings Nýs Landspítala.

„Uppsteypa meðferðarkjarna er á lokametrunum, þar sem unnið er við uppsteypu á millibyggingum og á síðustu hæð stanga 4 og 5. Samhliða uppsteypunni er unnið að uppsetningu stálvirkis og stigum í millibyggingum. Á næstu vikum mun verkkaupi taka við byggingunni í áföngum og hefst þá lokun hússins með tilbúnum útveggjaeiningum,“ segir Árni og fleiri þættir verksins eru í fullum gangi.

„Vinna við bílastæða- og tæknihús er í fullum gangi, en tengigangur á milli meðferðarkjarna og rannsóknahúss er á lokastigi, þar sem unnið er við lagnir í fyllingu. Uppsteypu tengiganga norðan meðferðarkjarna er lokið og fyllingar við gangana á lokastigi. Í bílakjallara undir Sóleyjartorgi er unnið við að steypa undirstöður, leggja lagnir og fylla inn í grunninn undir botnplötu,“ segir Árni. Forráðamenn Nýs Landspítala hafa haldið utan um ýmsar tölur varðandi vinnuna við uppsteypuna. Á einu ári hefur verið steypt sem nemur 25.664 rúmmmetrum sem er að meðaltali um 2.140 rúmmetrar á mánuði. Það þýðir um 270 ferðir steypubíla á mánuði.