Bergþór Ólason
Bergþór Ólason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sá vígreifi og einhenti Týr skrifar dálk í Viðskiptablaðið um það hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu hjálpar þurfi. Þeir þurfi aðstoð – mikla aðstoð – þrefalt meiri aðstoð en raunin var fyrir 20 árum, líkt og lesa megi úr svari forsætisráðherra við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins um þetta.

Sá vígreifi og einhenti Týr skrifar dálk í Viðskiptablaðið um það hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu hjálpar þurfi. Þeir þurfi aðstoð – mikla aðstoð – þrefalt meiri aðstoð en raunin var fyrir 20 árum, líkt og lesa megi úr svari forsætisráðherra við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins um þetta.

Týr segir: „Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eru tólf og hafa þeir sér til aðstoðar tuttugu og sex aðstoðarmenn. Þetta eru þrefalt fleiri aðstoðarmenn en voru í fjórða ráðuneyti Davíðs Oddssonar á árunum 2003-2004.“

Þróunin er á eina leið: „Síðan hefur þeim farið ört fjölgandi og aldrei verið fleiri en nú. Samkvæmt lögum um stjórnarráðið er ráðherrum heimilt að ráða sér tvo aðstoðarmenn að hámarki en ríkisstjórnin getur bætt þremur við ef brýna nauðsyn ber til. Oft var þörf en nú er nauðsyn, enda er hver ráðherra með 2,17 aðstoðarmenn að meðaltali.“ Kostnaðurinn stappar nærri tveimur milljörðum króna á kjörtímabilinu.

Týr telur sjálfsagt að þeir sem þurfi hjálp leiti sér aðstoðar, en segir þessa þróun endurspegla skeytingarleysi ráðamanna um skattfé almennings og þörfina óljósa. „Kannski leiddi ítarleg þarfagreining í ljós að einn aðstoðarmann þarf til að taka myndina og annan til að henda inn færslunni á Instagram.“