Píanóleikari Sunna Gunnlaugs kemur fram með tríói sínu á Múlanum.
Píanóleikari Sunna Gunnlaugs kemur fram með tríói sínu á Múlanum.
Haustdagskrá Jazzklúbbursins Múlans hefst í kvöld, miðvikudagskvöldið 20. september, kl. 20 með tónleikum með tríói píanóleikarans Sunnu Gunnlaugs. Tónleikarnir eru að venju haldnir á Björtuloftum, Hörpu

Haustdagskrá Jazzklúbbursins Múlans hefst í kvöld, miðvikudagskvöldið 20. september, kl. 20 með tónleikum með tríói píanóleikarans Sunnu Gunnlaugs. Tónleikarnir eru að venju haldnir á Björtuloftum, Hörpu. Með Sunnu leika bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore á trommur.

Í tilkynningu segir: „Tríóið, sem hefur starfað saman í rúman áratug, gaf fyrr á árinu út nýtt hljóðrit, Becoming. Það er fimmta útgáfa þeirra og hefur hún jafnt og fyrri útgáfur hlotið glimrandi móttökur í erlendum miðlum.“

Haustdagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram á miðvikudagskvöldum fram í miðjan desember.