Þegar sovétið reyndist fals og múrinn féll voru fáir snagar góðir fyrir vinstrimenn að hengja hatt sinn á.
Þrautaráðið var að leggja alla áherslu á umhverfismál og landvernd með skammti af heimsendaspám til að hræða fólk. Grænt varð þeirra litur.
Þetta hefur gengið bærilega til að halda flokkum á lífi, þeir hafa a.m.k. skrimt, en gallinn er að það eru svo margir flokkar sem sækja á sömu mið.
Eftir hvalveiðihléið vilja helst allir flokkar slá pólitískar keilur út á ákvörðunina, hægri-vinstri eins og sagt er.
VG stefndi á að bæta fylgi sitt með þessari sérstöku fléttu, en óvíst að það náist nema með algeru banni um áramót. Það myndi jafngilda stjórnarslitum.
Aðrir vinstriflokkar vilja líka sinn hlut með því að lýsa vonbrigðum með að bannið verði ekki áfram.
Framsókn og Sjálfstæðis, sérstaklega, eru harðir á atvinnufrelsi og nýtingu gæða landsins og fordæma firringu og skilningsleysi nútímans á því að án framleiðslu getum við ekki lifað hér. Þannig hafa allir sitt að iðja.
Sunnlendingur