Russell Brand
Russell Brand
Fjórar konur hafa sakað breska leikarann og grínistann Russell Brand um að hafa brotið á þeim kynferðislega og beitt þær tilfinningalegu ofbeldi á árunum 2006 til 2013. Greint var frá meintum brotum í Sunday Times og á Channel 4 Dispatches um…

Fjórar konur hafa sakað breska leikarann og grínistann Russell Brand um að hafa brotið á þeim kynferðislega og beitt þær tilfinningalegu ofbeldi á árunum 2006 til 2013. Greint var frá meintum brotum í Sunday Times og á Channel 4 Dispatches um helgina. Á þeim tíma sem brotin eiga að hafa átt sér stað vann hann hjá BBC Radio 2 og Channel 4. Fór hann einnig með hlutverk í Hollywood-kvikmyndum á þessum tíma.

Lögreglan í Lundúnum hefur, skv. The Guardian, greint frá því að hún hafi fengið í hendur eina ásökun til viðbótar um brot sem á að hafa átt sér stað árið 2003. Brand hefur neitað sök í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) og lýsir þar ásökununum sem samræmdri árás og spyr hvort eitthvað annað liggi að baki þeim.

Youtube hefur lokað fyrir að Brand fái tekjur af auglýsingum á myndböndum sínum á síðunni. Fyrirtækið segir Brand brjóta á skilmálum fyrirtækisins.