Undirbúningur fyrir Bleiku slaufuna, árvekni- og fjáröflunarátak Krakkabeinsfélagsins, er í fullum gangi en árlega er fé safnað fyrir baráttuna gegn krabbameinum hjá konum. Í gærkvöldi hófust tökur á auglýsingu herferðarinnar í ár sem á að vera afar vegleg að þessu sinni
Undirbúningur fyrir Bleiku slaufuna, árvekni- og fjáröflunarátak Krakkabeinsfélagsins, er í fullum gangi en árlega er fé safnað fyrir baráttuna gegn krabbameinum hjá konum. Í gærkvöldi hófust tökur á auglýsingu herferðarinnar í ár sem á að vera afar vegleg að þessu sinni.
Hátt í 90 aukaleikarar voru samankomnir í myndveri í Gufunesi og mynduðu bleika slaufu. Þá voru ýmis þekkt andlit á sveimi, svo sem grínistinn og leikarinn Sveppi og söngvarinn og leikarinn Króli.