Víkingar geta í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta þegar þeir taka á móti KR-ingum í 23. umferð Bestu deildarinnar. Þeir eru með ellefu stiga forskot á Valsmenn sem eiga fjóra leiki eftir og geta mest náð 60 stigum en Víkingar eru með 59 stig og yrðu því meistarar með sigri
Víkingar geta í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta þegar þeir taka á móti KR-ingum í 23. umferð Bestu deildarinnar. Þeir eru með ellefu stiga forskot á Valsmenn sem eiga fjóra leiki eftir og geta mest náð 60 stigum en Víkingar eru með 59 stig og yrðu því meistarar með sigri. Íslandsbikarinn fer þó ekki á loft í kvöld þó úrslitin yrðu Víkingum hagstæð en þegar er ljóst að hann verður afhentur eftir leik Víkings og Vals í lokaumferðinni.