Fernando Botero
Fernando Botero
Kólumbíski myndlistarmaðurinn Fernando Botero er látinn, 91 árs. Hann var þekktastur fyrir málverk og skúlptúra af holdugum mannverum og dýrum. Eitt þekktasta dæmið er hans útgáfa af Monu Lisu með uppblásið andlit

Kólumbíski myndlistarmaðurinn Fernando Botero er látinn, 91 árs. Hann var þekktastur fyrir málverk og skúlptúra af holdugum mannverum og dýrum. Eitt þekktasta dæmið er hans útgáfa af Monu Lisu með uppblásið andlit. Botero tók þó einnig fyrir pólitík og önnur alvarleg viðfangsefni.

Í grein BBC segir að í heimabæ hans Medellín verði haldinn vikulangur sorgartími og haft er eftir fjölmiðli í heimalandinu að Botero hafi verið „merkasti listamaður Kólumbíu fyrr og síðar“.