30 ára Sara ólst upp á Egilsstöðum og býr núna á Eyvindará þar skammt frá. Hún er með meistarapróf í klínskri sálfræði frá Háskóla Íslands. Sara er sálfræðingur á barna- og unglingageðdeild Landspítalans en er í fæðingarorlofi

30 ára Sara ólst upp á Egilsstöðum og býr núna á Eyvindará þar skammt frá. Hún er með meistarapróf í klínskri sálfræði frá Háskóla Íslands. Sara er sálfræðingur á barna- og unglingageðdeild Landspítalans en er í fæðingarorlofi. Áhugamálin eru útivist, ferðalög og góðar bækur.


Fjölskylda Sambýlismaður Söru er Jakob Gísli Þórhallsson, f. 1992, flugmaður hjá Air Atlanta. Dóttir þeirra er Hekla, f. 2023. Foreldrar Söru eru Daníel Gunnarsson, f. 1952, fv. sjómaður, búsettur á Torrevieja á Spáni, og Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, f. 1956, garðyrkjufræðingur, búsett á Eyvindará.