Ísland verður í riðli með Tyrklandi, Slóvakíu og Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvenna í körfuknattleik, sem hefst í nóvember en lýkur ekki fyrr en í febrúar 2025. Leikirnir tveir á þessu ári eru gegn Rúmeníu á útivelli 9
Ísland verður í riðli með Tyrklandi, Slóvakíu og Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvenna í körfuknattleik, sem hefst í nóvember en lýkur ekki fyrr en í febrúar 2025. Leikirnir tveir á þessu ári eru gegn Rúmeníu á útivelli 9. nóvember og gegn Tyrklandi á heimavelli 12. nóvember. Tyrkland er í 14. sæti heimslistans, Slóvakía er í 28. sæti og Rúmenía er í 54. sætinu en Ísland kom úr neðsta styrkleikaflokki í drættinum og er í 65. sætinu.