Í dag hefst fyrsta umspilið um sæti í efstu deild karla í fótbolta en nú er leikið eftir nýju fyrirkomulagi í 1. deild þannig að liðin í 2. til 5. sæti leika til úrslita um hverjir fylgja efsta liðinu, ÍA, upp
Í dag hefst fyrsta umspilið um sæti í efstu deild karla í fótbolta en nú er leikið eftir nýju fyrirkomulagi í 1. deild þannig að liðin í 2. til 5. sæti leika til úrslita um hverjir fylgja efsta liðinu, ÍA, upp. Leiknir í Reykjavík, sem varð í 5. sæti, mætir Aftureldingu sem varð í 2. sæti og Vestri, sem varð í 4. sæti, tekur á móti Fjölni sem varð í 3. sæti. Leikið er heima og heiman og seinni leikir fara fram á sunnudaginn. Sigurliðin leika síðan hreinan úrslitaleik.