Notkun gagnamagns í farnetum meðal íbúa á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum fer hratt vaxandi í öllum löndunum. Er Ísland í öðru sæti meðal Norðurlandanna á eftir Finnlandi en Finnar bera höfuð og herðar yfir hinar þjóðirnar. Íbúar Lettlands, Eistlands og Litháen koma næstir í röðinni á eftir Finnum. Þetta kemur fram í samanburði á fjarskiptanotkun íbúa þessara landa í fyrra. Í umfjöllun Fjarskiptastofu segir m.a. að Íslendingar skeri sig úr í samanburði við aðrar þjóðir þegar kemur að háhraðatengingum með auglýstan niðurhalshraða 30 Mbit/sek eða meira ef miðað er við hvert heimili. „Sama á við um niðurhalshraða 100 Mbit/sek per heimili en Svíar koma þar næst á eftir Íslandi, Ísland er svo í sérflokki þegar kemur að háhraðainternettengingum með auglýstan niðurhalshraða 1 Gbps [...].“