Ákveðið hefur verið að slíta einkahlutafélaginu ALMC hf. Frá þessu er greint í Lögbirtingablaðinu. Félagið hét áður Straumur-Burðarás, fjárfestingarbanki sem varð til árið 2005. Hann var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu í mars 2009
Ákveðið hefur verið að slíta einkahlutafélaginu ALMC hf. Frá þessu er greint í Lögbirtingablaðinu.
Félagið hét áður Straumur-Burðarás, fjárfestingarbanki sem varð til árið 2005. Hann var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu í mars 2009. Í kjölfar samþykktar nauðasamninga í júlí 2010 varð eignaumsýslufélagið ALMC til. Skorað er á alla þá sem telja til skulda eða annarra réttinda hjá félaginu eða telja til eigna í vörslu þess að lýsa kröfum sínum á hendur félaginu. Skilanefnd, lánardrottnar og hluthafar munu fjalla um kröfurnar á kröfuhafafundi 30. september nk.