Nokkrir þjóðþekktir rithöfundar og bókaunnendur munu deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum Menningar á miðvikudögum, á Bókasafni Kópavogs, í vetur undir yfirskriftinni Leslyndi. Pétur Gunnarsson fjallar um nokkrar af sínum uppáhaldsbókum í dag, miðvikudaginn 20

Nokkrir þjóðþekktir rithöfundar og bókaunnendur munu deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum Menningar á miðvikudögum, á Bókasafni Kópavogs, í vetur undir yfirskriftinni Leslyndi. Pétur Gunnarsson fjallar um nokkrar af sínum uppáhaldsbókum í dag, miðvikudaginn 20. september, kl. 12.15. Þórarinn Eldjárn, Silja Aðalsteinsdóttir og Guðrún Eva Mínervudóttir taka þátt í Leslyndi síðar í vetur. Nánari upplýsingar á menning.kopavogur.is.