Á slysstað Björgunarskipið Vörður 2 frá Patreksfirði og Njörður frá Tálknafirði tóku þátt í aðgerðum í Tálknafirði í gærkvöldi.
Á slysstað Björgunarskipið Vörður 2 frá Patreksfirði og Njörður frá Tálknafirði tóku þátt í aðgerðum í Tálknafirði í gærkvöldi. — Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á móti innsiglingunni í Tálknafirði á tíunda tímanum í gærkvöldi. 20 manns voru um borð í skipinu. Átta þeirra voru ferjaðir í land með björgunarbátnum Nirði og fluttir í íþróttahúsið á staðnum þar sem opna átti fjöldahjálparstöð

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á móti innsiglingunni í Tálknafirði á tíunda tímanum í gærkvöldi. 20 manns voru um borð í skipinu. Átta þeirra voru ferjaðir í land með björgunarbátnum Nirði og fluttir í íþróttahúsið á staðnum þar sem opna átti fjöldahjálparstöð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var í viðbragðsstöðu. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar sagði að veðurskilyrði á svæðinu hefðu verið þokkaleg og engin slys orðið á fólki. Bjarni Sæmundsson náðist á flot klukkan 23.26 þegar háflóð var á svæðinu.