— AFP/Daniel Leal
Karl III. Bretakonungur ávarpaði í gær báðar deildir franska þingsins, og varð um leið fyrsti þjóðhöfðingi Bretlands til þess að ávarpa frönsku öldungadeildina í þingsal hennar. Fjallaði Karl um sameiginlegar áskoranir Frakklands og Bretlands, og…

Karl III. Bretakonungur ávarpaði í gær báðar deildir franska þingsins, og varð um leið fyrsti þjóðhöfðingi Bretlands til þess að ávarpa frönsku öldungadeildina í þingsal hennar.

Fjallaði Karl um sameiginlegar áskoranir Frakklands og Bretlands, og skoraði á stjórnmálamenn beggja ríkja að endurnýja bandalag ríkjanna, sem staðið hefur frá árinu 1904, til að þau gætu tekist á við áskoranir á borð við loftslagsmál. Karl sagði einnig að ríkin tvö væru nú staðföst í stuðningi sínum við Úkraínu. „Bandalag okkar og þrautseigja eru nú jafn mikilvæg og þau hafa nokkru sinni verið. Saman stöndum við í einingu með úkraínsku þjóðinni. Saman erum við staðföst í þeirri ætlan okkar að Úkraína muni sigra, og að okkar dýrmæta frelsi muni hafa betur.“