Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
Samgöngusáttmálinn svokallaði er fallinn undan eigin þunga. Hann var frá upphafi fjarstæðukenndur vegna svimandi kostnaðar og rangrar forgangsröðunar. Ofan á allt annað þá vantaði inn í hann Sundabrautina, sem um langt árabil hefur verið talin ein mikilvægasta samgöngubót svæðisins þó að meirihluti Samfylkingar og fylgiflokka í Reykjavík hafi farið nærri því að eyðileggja möguleikann á þeirri framkvæmd.

Samgöngusáttmálinn svokallaði er fallinn undan eigin þunga. Hann var frá upphafi fjarstæðukenndur vegna svimandi kostnaðar og rangrar forgangsröðunar. Ofan á allt annað þá vantaði inn í hann Sundabrautina, sem um langt árabil hefur verið talin ein mikilvægasta samgöngubót svæðisins þó að meirihluti Samfylkingar og fylgiflokka í Reykjavík hafi farið nærri því að eyðileggja möguleikann á þeirri framkvæmd.

En jafn fjarstæðukenndur og samgöngusáttmálinn var þá var hann settur af stað og um skeið látið eins og hann gæti komið til framkvæmda með ofvöxnu strætisvagnakerfi, borgarlínunni, sem í senn yrði yfirgengilega dýr og mundi hægja á umferð vegna fyrirferðar sem yrði til að fækka akreinum fyrir almenna umferð.

Nú er komið í ljós, eins og fjármálaráðherra hnykkti enn frekar á í ræðu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, að „enginn möguleiki“ er á að samgöngusáttmálinn komist í framkvæmd í núverandi mynd.

Þetta stafar af því að áætlaður kostnaður er kominn í um 300 milljarða króna og á þá eftir að bæta við tugum milljarða vegna rekstrar borgarlínunnar, sem engin sátt er um hvar eigi að lenda. Sveitarfélögin benda á ríkið sem segir, og hefur alltaf sagt, þvert nei.

Einhverjir þráast enn við, en þeir sem vilja bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu verða að viðurkenna staðreyndir og leita raunhæfra lausna.