Snatur sést aldrei á almannafæri – og orðið sjálft ekki nema í þágufalli: í snatri , sem þýðir fljótt , snarlega ,…

Snatur sést aldrei á almannafæri – og orðið sjálft ekki nema í þágufalli: í snatri, sem þýðir fljótt, snarlega, undireins. Orðsifjabók segir snatur þýða: flýtir, skyndiverk, og í framættum erlendis, hollensku, lágþýsku og frísnesku, eru margyddir hrískvistir, snjáldur og „skera smátt“, svo nokkuð sé nefnt.