Leiðið Guðmundur Kamban hvílir í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík.
Leiðið Guðmundur Kamban hvílir í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Það er skrítið að fræðimaðurinn, sagnfræðingurinn Ásgeir Guðmundsson, hafi þurft að gera þann samning að mega ekki miðla nafninu. Hann fékk að sjá þessi gögn fyrir 30 árum. Af hverju var verið að hlífa banamanninum svona?“ veltir Helga…

„Það er skrítið að fræðimaðurinn, sagnfræðingurinn Ásgeir Guðmundsson, hafi þurft að gera þann samning að mega ekki miðla nafninu. Hann fékk að sjá þessi gögn fyrir 30 árum. Af hverju var verið að hlífa banamanninum svona?“ veltir Helga Vala Helgadóttir fyrir sér en Guðmundur Kamban, sem drepinn var í Danmörku árið 1945, var ömmubróðir hennar.

Morgunblaðið birti nafn banamannsins í fyrsta sinn í blaðinu í gær og vakti það umtalsverða athygli enda var Guðmundur Kamban þekktur rithöfundur og leikritaskáld á sínum tíma. „Ég held það væri ekkert úr vegi að klára málið og ræða við dönsk stjórnvöld um að fá formlega afsökunarbeiðni,“ segir Helga Vala.

Í blaðinu í dag er einnig rætt við þá Svein Einarsson og Bjarna Harðarson. Sveinn skrifaði bók um Kamban sem kom út fyrir áratug og Bjarni endurútgaf bókina Skálholt eftir Kamban. Þeir telja fátt benda til þess að Guðmundur Kamban hafi fylgt nasistum að málum þótt hann hafi tekið að sér verkefni fyrir þá í Danmörku. » 4