67 Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson fagna sigri.
67 Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson fagna sigri. — Morgunblaðið/Eggert
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum heimslista FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í gær. Ísland er sem fyrr í 67. sæti listans, líkt og það hefur verið frá því í júní á þessu ári, en liðið var í 64

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum heimslista FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í gær. Ísland er sem fyrr í 67. sæti listans, líkt og það hefur verið frá því í júní á þessu ári, en liðið var í 64. sæti í apríl. Íslenska liðið lék tvo leiki frá síðasta lista. Liðið tapaði fyrir Lúxemborg á útivelli, 1:3, og vann 1:0-heimasigur á Bosníu. Besti árangur íslenska liðsins er 18. sæti listans, í febrúar 2018.